Selfossi
þá helduru áfram í 5-10 mín þangað til þú kemur að afleggjara á vinstri hönd
sem stendur á Flúðir (brandakallar breyta því stundum í lúði). Svo keyrir þú í
nákvæmlega 7 mín og 32 sek á 93 km hraða á klukkustund og þá sérðu skilti á
vinstri hönd sem stendur á Ólafsvellir. Þá ættiru að geta fylgt hvítum blöðrum
á leiðarenda (annars eru þetta svona 4 mín, Vesturkot er innsta jörðin á
Ólafsvöllum. Þið munið keyra fram hjá kirkjunni sem verður á vinstri hönd.
Tímasetning: Athöfnin
byrjar kl. 16.30. Ef þú vissir það ekki þá ertu í röglinu! Ef þú ætlar að gista
þá er lang sniðugast að mæta um hádegi í Vesturkot og byrja að finna útúr því
hvar tjaldið ykkar (tjaldvagn, fellihýsi, húsbíll osfrv.) á að vera og koma sér
fyrir. Það er langsniðugast að vera tímalega í þessu og vera búin að tjalda
fyrir athöfnina... alls ekki nauðsynlegt samt!
Klæðnaður: Erla Bára
vill að þið komið fín í kirkjuna, ef þið mætið sóðalega þá mun hún sennilega
„baby-shake-a“ ykkur í brúðarkjólnum. Þær konur sem hafa áhyggjur af því að
taka sig til fyrir veisluna þurfa ekki að hafa áhyggjur. Það verður gott rými
sem verður sérstaklega vel hannað fyrir ykkur stelpur, snyrtilegt og þægilegt.
Strákar... ekki vera vandræðalegir, þið getið skipt um föt út á plani, inn í
tjaldi, út í bíl... okkur er alveg sama. Að athöfn lokinni þá gæti verið
sniðugt að nýta tímann og skipta yfir í útihátíðargallan eða hvað það sem þið
ætlið að vera í. Það má auðvitað gera það seinna þegar liðið er á veisluna.
Alltaf gaman að vera fínn í veislunni. Í rauninni vitum við ekki alveg hversu
heitt verður í veislusalnum þannig það er gott að hafa eitthvað hlýtt með sér.
Veislan: hefst
strax eftir athöfn, fyrsti klukkutíminn fer fram í móttökusal þar sem kennir
ýmissa grasa. Þar verður í boði að fara í myndatöku með alls kyns hatta og
höfuðföt og skreyta gestabókina. Á meðan verða brúðhjónin og nánustu
fjölskydlumeðlimir í myndatöku á svæðinu og við kirkjuna. Síðan verður skálað
með brúðhjónunum og veislan hefst inn í veilsusalnum þar sem við verðum búin að
raða fólki á borð. Veislustjórinn er hinn eini sanni Jónsi og ef þið hyggist
stíga uppá svið á einhverjum tímapunkti þá er best að hafa samband við hann og
láta hann vita af skemmtiatriðinu fyrir föstudaginn 26. júlí í síma: 663-7904.
Áfengi: Við ætlum
að bjóða upp á eitthvað áfengi og vonum að þær birgðir sem við kaupum endist
sem lengst. Með matnum verður boðið upp á hvítt og rautt og bjór. Eftir
borðhald og þegar plötusnúðurinn byrjar að spila og ballið byrjar þá verður
boðið uppá bjór, bollu og skot á meðan birgðir endast. Þeir sem ætla að gera
þetta af einhverju viti og vera í alvöru stemmingu þá mælum við sterklega með
því að fólk taki með sér eitthvað áfengi líka, til öryggis.
Gafjir: Ef þú
ætlaðir ekki að kaupa handa okkur gjöf þá geturu alveg eins sleppt því að mæta.
Við erum með gjafalista hjá Byggt & Búið í Kringlunni og hjá Líf & List
í Smáralindinni. Við óskum eftir því að þið notið þessa lista og látið
starfsfólkið merkja í möppuna sína hvað þið kaupið svo við fáum ekki sama
hlutinn tvisvar. Ef þið viljið það ekki þá....
Gisting: Þú ræður
hvernig þú gistir en þú færð ekki að gista inni hjá okkur. Við höfum engar
áhyggjur af plássleysi svo ekki þið vera með áhyggjur. Við styðjum það bara að
fólk mæti tímanlega svo hægt sé að gera þetta skipulagt. Það er ekki líklegt að
hægt sé að fá aðstoð milli athafnar og veislunnar og ætla að gera þetta í
blekun um kvöldið er hell-að stöff.
Morgunmatur: Þetta
verður ótrúlega basic. Maturinn verður milli 10-12 og það verður þetta
klassíska í boði eins og t.d. brauð, álegg, jógúrt, ávextir og eitthvað fleira.
Við erum ekki að tala um hótel morgunmat en flestir ættu að verða sáttir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli