Vesturkot

Staðsetning: Vesturkot á Ólafsvöllum. Það er mjög auðvelt að finna þetta. Þegar þú sleppur útaf
Selfossi þá helduru áfram í 5-10 mín þangað til þú kemur að afleggjara á vinstri hönd sem stendur á Flúðir (brandakallar breyta því stundum í lúði). Svo keyrir þú í nákvæmlega 7 mín og 32 sek á 93 km hraða á klukkustund og þá sérðu skilti á vinstri hönd sem stendur á Ólafsvellir. Þá ættiru að geta fylgt hvítum blöðrum á leiðarenda (annars eru þetta svona 4 mín, Vesturkot er innsta jörðin á Ólafsvöllum. Þið munið keyra fram hjá kirkjunni sem verður á vinstri hönd.

Veislan: hefst strax eftir athöfn, fyrsti klukkutíminn fer fram í móttökusal þar sem kennir ýmissa grasa. Þar verður í boði að fara í myndatöku með alls kyns hatta og höfuðföt og skreyta gestabókina. Á meðan verða brúðhjónin og nánustu fjölskydlumeðlimir í myndatöku á svæðinu og við kirkjuna. Síðan verður skálað með brúðhjónunum og veislan hefst inn í veilsusalnum þar sem við verðum búin að raða fólki á borð. Veislustjórinn er hinn eini sanni Jónsi og ef þið hyggist stíga uppá svið á einhverjum tímapunkti þá er best að hafa samband við hann og láta hann vita af skemmtiatriðinu fyrir föstudaginn 26. júlí í síma: 663-7904.

Þar sem salerni (bláu hringirnir á myndinni) eru af skornum skammti og einnig langt í burtu þá á aðeins að nota salernin í einum tilgangi: að gera hægðir sínar. Þeir/þær/þau sem þurfa að slúðra, fara á trúnó, laga andlitið eða setja á sig varalit geta gert það inn í búningsherbergi þar sem er nóg pláss og speglar. Annars eru þið að koma í brúðkaup og þá á ykkar tími að fara fram inn í veislusalnum með brúðhjónunum og öðrum gestum, til að þið missið ekki af neinu eftirminnilegu!!!

Gisting: Þú ræður hvernig þú gistir en þú færð ekki að gista inni hjá okkur. Við höfum engar áhyggjur af plássleysi svo ekki þið vera með áhyggjur. Við styðjum það bara að fólk mæti tímanlega svo hægt sé að gera þetta skipulagt. Það er ekki líklegt að hægt sé að fá aðstoð milli athafnar og veislunnar og ætla að gera þetta í blekun um kvöldið er hell-að stöff. 

Morgunmatur: Þetta verður ótrúlega basic. Maturinn verður milli 10-12 og það verður þetta klassíska í boði eins og t.d. brauð, álegg, jógúrt, ávextir og eitthvað fleira. Við erum ekki að tala um hótel morgunmat en flestir ættu að verða sáttir.
 

Nákæmt kort af svæðinu



Engin ummæli:

Skrifa ummæli